Fréttir

Girl – Nýtt á VOD-inu!

01/04/2020

Hin ákveðna 15 ára Lara hefur einsett sér að verða atvinnuballerína, og með stuðningi föður síns þá ákveður hún að elta þann draum í nýjum skóla. Gremja og óþolinmæði unglingsáranna magnast upp hjá Lara þegar hún gerir sér grein fyrir því að líkami hennar beygist ekki eins auðveldlega eftir ströngum reglum balletsins, en ástæður þess má aðallega rekja til þess að henni var úthlutað vitlausu kyni við fæðingu.

Girl vakti mikið umtal þegar hún kom út árið 2018 og þótti ein af áhugaverðustu myndum ársins hjá gagnrýnendum.

Hægt er að leigja GIRL á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir