Fréttir

Good Time – Perlur á VOD-inu!

26/05/2020

Safdie-bræður hafa skapað sér gott orð á undanförnum árum, ekki síst með hinni vinsælu Uncut Gems sem sló í gegn á síðasta ári. Good Time var fyrsta vísbendingin um að hér væru á ferð leikstjórar sem vert væri að fylgjast með!

Constantine “Connie” Nikas (Robert Pattison) fer hættulegar og örvæntingarfullar leiðir til þess að frelsa bróður sinn úr fangelsi en er samtímis að reyna halda sér frá því að komast í kast við lögin. Hröð og spennandi mynd sem heldur áhorfendum í heljargreipum allan tímann!

Kvikmyndin var frumsýnd í aðalkeppni á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún keppti um aðalverðlaunin Palme d’Or, og hlaut þar verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmynd. Robert Pattison vann verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki ásamt því að Safdie bræður hlutu sérstök dómnefndarverðlaun International Cinephile Society Awards.

Hægt er að leigja GOOD TIME á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir