Fréttir

HARRY POTTER – á jólapartísýningum fyrir alla fjölskylduna!

12/10/2017

Bíó Paradís kynnir: HARRY POTTER á sannkölluðum jólapartísýningum fyrir alla fjölskylduna, en fyrstu þrjár myndirnar verða sýndar með íslenskum texta í jólaundirbúningnum.

HARRY POTTER AND THE PHILOSOPHER’S STONE – JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry Potter er 11 ára munaðarlaus strákur sem að hefur lengi vitað að það er eitthvað óvenjulegt við hann. Hann kemst brátt að því að hann er göldróttur inni í sér og kynnist glænýjum heimi og fær einnig inngöngu í Hogwarts galdraskólann. Hann eignast vinina Ron og Hermione, en vandræðin sem þau koma sér út í virðast tengjast einhverju samsæri tengdu atburðunum sem urðu foreldrum Harry að bana…. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna.

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 18. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

Nánar á vef Bíó Paradís hér:

Facebook viðburður:

HARRY POTTER AND THE CHAMBER OF SECRETS -JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry er kominn á annað ár sitt í Hogwarts, en sem fyrr eru vandræðin ekki lengi að elta hann uppi. Árið byrjar illa þegar hann kemst að því að mælt er alfarið gegn því að hann fari í skólann að þessu sinni. Fyrr en varir fara ýmsar árásir á nemendur að koma í ljós og því nær sem Harry – ásamt vinum sínum – kemst sannleikanum, því fleiri hættur kemur hann sér í…

Sannkölluð jólapartísýning fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 25. nóvember kl 17:00! Myndin er sýnd með íslenskum texta! 

Nánar á vef Bíó Paradís hér:

Facebook viðburður:

HARRY POTTER AND THE PRISONER OF AZKABAN -JÓLAPARTÍSÝNING!

Harry Potter snýr aftur til Hogwarts en núna er morðingin Sirius Black á eftir honum.

Kvikmyndin sem byggð er á samnefndri bók skartar þeim Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint, en myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna fyrir bestu frumsömdu tónlistina og bestu sjónrænu brellurnar.

Vertu með okkur í miðjum jólaundirbúningnum á frábærri jólapartísýningu föstudaginn 15. desember kl 20:00 í Bíó Paradís!

Hér á vef Bíó Paradís: 

Facebook viðburður: 

Skoða fleiri fréttir