Bíó Paradís og HIV- samtökin á Íslandi kynna: Frumsýningu á kvikmyndinni 120 Beats Per Minute föstudaginn 25. ágúst kl 17:00 í Bíó Paradís. Að sýningu lokinni munu samtökin bjóða upp á stuttar umræður eftir myndina. Sóttvarnalæknir og Heilbrigðisráðherra eru boðnir á sýninguna og bíðum við eftir svörum um hvort þeir staðfesti komu.
Um myndina:
Hvað þarf til að berjast gegn heimsfaraldri? Með þekkingu, hugrekki og þrautseigju að vopni berst hópur fólks sem aktívistar til að fræða fólk um AIDS. Franski leikstjórinn Robin Campillo teflir hér fram stórkostlegri kvikmynd byggða á Parísarhópnum sem lagði líf og sál í aktivisma snemma á tíunda áratugnum.
Myndin var í keppni á kvikmyndahátíðinní á Cannes 2017 þar sem hún hluta GRAND PRIX aðalverðlaun dómnefndar sem spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar stýrði. Kvikmyndin hlaut Queer Palm verðlaunin, FIPRESCI og aðalverðlaun International Cinephile Society Awards. Myndin er tilnefnd til LUX PRIZE verðlaunanna 2017.
Hér eru nokkrar umsagnir kvikmyndagagnrýnenda um myndina:
„Aktívistadramað sem leikstjórinn Robin Campillo færir okkur fléttar saman hinu persónulega, hinu pólitíska og hinu erótíska með hjartað að vopni“ – Variety
„Mikilvægur erótískur óður til aktívismans” – The Telegraph
Skoða fleiri fréttir