Fréttir

Hvað er svona merkilegt við það – sýnd í Bíó Paradís!

06/11/2015

Hvað er svona merkilegt við það fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við lendum þó árið 2015 eftir nokkur ferðalög m.a. til Afghanistan.

Viðmælendur eru flestir þjóðþekktir fyrir störf sín á ýmsum vettvangi. Meðal annara eru þar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ragnhildur Gísladóttir, Salome Þorkelsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og margar fleiri kempur.

Hvað er svona merkilegt við það var forsýnd á Skjaldborg vorið 2015 og hlaut þar verðlaunin „Besta kvikmynd hátíðar“. Myndin var tilnefnd til aðalverðlauna á Nordisk Panorama 2015.

Skoða fleiri fréttir