Fréttir

Íslandsdeild Amnesty International með pallborðsumræður og sýna heimildamynd

27/01/2016

Íslandsdeild Amnesty International verður með pallborðsumræður og sýnir heimildamyndina Take the boat (2015), í Bíó Paradís í kvöld

Frítt inn og allir velkomnir!

Myndin segir frá átakanlegri sögu fimm kvenna á Írlandi sem orðið hafa fyrir barðinu á harðneskjulegri fóstureyðingarlöggjöf en fóstureyðing er bönnuð þar samkvæmt lögum í nánast öllum tilvikum líka þegar um nauðgun ræðir. Löggjöf um fóstureyðingu á Írlandi er ein sú strangasta í heimi þar sem fóstureyðing er aðeins leyfð þegar líf konu eða stúlku er í mikilli hættu. Lögin neyða að minnsta kosti fjögur þúsund þungaðar konur og stúlkur á ári til að ferðast utan Írlands til að leita sér fóstureyðingar með tilheyrandi andlegum og fjárhagslegum kostnaði.Ein þeirra kvenna sem hafa neyðst  til að leita fóstureyðingar utan Írlands er Gaye Edwards en hún verður gestur Íslandsdeildar samtakanna á sýningu myndarinnar, ásamt Sorcha Tunney yfirmanni herferðadeildar Amnesty á Írlandi og Camille Hamet framleiðanda myndarinnar og kvikmyndagerðakonu.

Skoða fleiri fréttir