Fréttir

Kalt Stríð / Cold War -VOD mynd vikunnar

29/11/2019

Misstir þú af Köldu Stríði? Hún er VOD mynd vikunnar og er fáanleg á VOD leigu Símans og Vodefone með íslenskum texta!

„Nýjasta kvikmynd Pawel Pawlikowski er frábær og svöl ástarsaga, sem ferðast eins og silfraður draugur frá pólsku sveitinni árið 1949, til Varsjá og Berlínar, allt til næturklúbba Parísar. Myndin skartar stórbrotinni kvikmyndatöku líkt og í fyrri mynd Pawlikowski Ida, í svarthvítu – og er tileinkuð foreldrum Pawlikowski. Mynd sem allir ættu að geta notið.“ – Time

Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018, þar sem Pawlikowski vann verðlaun sem besti leikstjórinn.

Skoða fleiri fréttir