Fréttir

Moonlight og Toni Erdmann – á VODdið um páskana!

11/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Óskarsverðlaunamyndin MOONLIGHT sem öllum að óvörum vinn Óskarsverðlaunin sem besta mynd og TONI ERDMANN sem er ein besta grínmynd ársins!

MOONLIGHT og TONI ERDMANN koma út fyrir páska á VOD leigum Símans og Vodafone!

MOONLIGHT sem er sögð vera besta mynd ársins 2016 var m.a. valin kvikmyndin á Óskarsverðlaununum 2017, Mahershala Ali vann Óskarinn sem besti leikari í aukahlutverki og myndin hlaut Óskarinn fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni.

Myndin gerist á þremur tímaskeiðum og fjallar um samkynhneigðan Bandaríkjamann af afrískum uppruna, glímu hans við sjálfan sig og heiminn. Þrír leikarar fara með hlutverk söguhetjunnar, Chirons, á ólíkum æviskeiðum.


TONI ERDMANN
er frábær dramatísk grínmynd sem fjallar um föður sem leitast við að tengjast dóttur sinni, en hún er framakona í viðskiptum. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna og halda gagnrýnendur vart vatni yfir henni. Toni Erdmann sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2016 þar sem hún var frumsýnd og tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinna.

Myndin var einnig tilnefnd sem besta erlenda myndin til Óskarsverðlaunanna 2017 en hún vann sem besta kvikmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2016.

Þess má geta að Jack Nicholson hefur tekið að sé hlutverk Toni Erdmann í bandarískri endurgerð kvikmyndarinnar.

Óskarinn á VODDINU þínu um páskana! 

Skoða fleiri fréttir