Fréttir

NÝJUNGAR Í KVIKMYNDAFRÆÐSLU

04/02/2016

Í boði er kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga á þriðjudögum og fimmtudögum á vorönn 2016. Sýningar eru ýmist klukkan 10:00 eða klukkan 13:00. Elstu hópum leikskóla er boðin þátttaka, ráði hópurinn við það að mati umsjónaraðila. Um er að ræða tvær til þrjár myndir sem gætu hentað, sjá dagskrá. Tilgangurinn með sýningunum er alhliða kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga í grunnskólum til að kynna fyrir þeim kvikmyndir sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum. Hér er hægt að kynna sér sýningartíma: http://bioparadis.is/vidburdir/kvikmyndafraedsla-i-bio-paradis/

Skoða fleiri fréttir