Fréttir

One Cut of the Dead – VOD mynd vikunnar!

18/03/2020

Sturlað grín og hræðilegur hryllingur!

Japönsk grínhrollvekja sem hefur slegið rækilega í gegn víðs vegar um heiminn og Íslendingar geta svo sannarlega glatt geðið með þessari ræmu sem án nokkurs vafa mun öðlast költstatus þegar fram í sækir.

Amatör kvikmyndaleikstjóri og tökuliðið hans eru að skjóta ódýra mynd með uppvakningum í yfirgefinni herstöð í Japan frá seinni heimstyrjöldinni, en þau komast í hann krappan þegar alvöru uppvakningar ráðast á þau!

“Besta zombie-grínmynd síðan Shaun of the Dead” – David Erlich, Indiewire

Hægt er að leigja ONE CUT OF THE DEAD á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir