Fréttir

Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 5. apríl kl. 17!

20/03/2018

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 5. apríl kl 17:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir. Við hvetjum börn á öllum aldri til þess að mæta í búningum og við minnum á að þema hátíðarinnar í ár er umburðarlyndi!

Dagskrá:

Kl 17:00 Vísinda Villi tekur á móti gestum með skemmtilegri og ævintýralegri vísindauppákomu!

17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

17:30 Opnunarmynd hátíðarinnar sýnd, Doktor Proktor og Tímabaðkarið, – hentar öllum aldurshópum, talsett á íslensku.

Doktor Proktor og Tímabaðkarið, sem talsett hefur verið á íslensku, er byggð á geysivinsælli bókaröð Jo Nesbø. Í þessari nýjustu mynd ferðast hinn ástsjúki Doktor Proktor aftur til fortíðar í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta sögunni. Hann vill reyna koma í veg fyrir brúðkaup sinnar heittelskuðu Juliette og hins hallærislega Kládíusar Klisju en hann hann festist óvart í fortíðinni! Lisa og Nilly, hinir ungu og dyggu aðstoðarmenn doktorsins verða því að ferðast á tímabaðkarinu aftur til fortíðar til þess að hjálpa honum!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5. apríl – 15. apríl 2018. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður barna og unglinga og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Skoða fleiri fréttir