NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Fréttir

Portrait of a Lady on Fire – Nýtt á VOD-inu!

25/03/2020

Hin unga listakona Marianne er ráðin í verkefni að mála portrett af Héloïse, tilvonandi brúði ríkrar fjölskyldu, sem hefur ítrekað neitað að sitja fyrir því hún neitar að giftast manninum sem til stendur að binda hana við. Marianne dulbýr sig sem vinnukonu til að ávinna sér traust hennar en ekki líður á löngu þar til hún verður ástfangin af fyrirsætunni.

Myndin keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes 2019 þar sem hún hreppti Queer Palm verðlaunin en um er að ræða fyrstu kvikmyndina sem leikstýrð er af konu sem hlýtur þau verðlaun. Einnig hlaut Celine Sciamma verðlaun fyrir besta handritið á hátíðinni.  

„Mynd af logandi stúlku er stórbrotin kvikmynd, að áhorfi loknu vill maður helst sjá hana strax aftur.“ – ★★★★★ Morgunblaðið

Hægt er að leigja PORTRAIT OF A LADY ON FIRE á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir