Fréttir

Pulp Fiction á Svörtum Sunnudegi

21/01/2016

Svartir Sunnudagar sýna Pulp Fiction sem er talin er með áhrifamestu kvikmyndum tíunda áratugsins 24. janúar klukkan 20:00. Myndin var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna árið 1995 og hlaut Óskarinn fyrir besta handrit og Gullpálmann í Cannes. Pulp Fiction fjallar um glæpamenn í Los Angeles, Jules (Samuel L. Jackson) og Vincent (John Travolta og sækir mikið í klassískar kvikmyndir en ótal vísanir í kvikmyndasöguna er að finna í myndinni.

Hér er hægt að kaupa miða!

Skoða fleiri fréttir