Fréttir

SAMTÖK FYRIRTÆKJA Í SJÁVAÚTVEGI BJÓÐA ÖLLUM Á KEEP FROZEN Í TILEFNI SJÓMANNADAGSINS!

02/06/2016

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða öllum íslendingum að berja sigurmynd Skjalborgarhátíðarinnar KEEP FROZEN augum á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00 í Bíó Paradís.

Gleðilegan sjómannadag!

Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið.  Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.

Sýnd með enskum texta á sjómannadaginn 5. júní kl 20:00. Frítt inn og allir velkomnir!

Skoða fleiri fréttir

Fréttir

Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 5. apríl kl. 17!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík í fimmta sinn 5. – 15. apríl 2018 í Bíó Paradís!

VOD mynd vikunnar: On Body and Soul