Fréttir

Serbneskir Menningardagar í Reykjavík 9.-11. nóvember 2018

05/11/2018

SERBNESKIR MENNINGARDAGAR 2018

Serbneskir menningardagar verða haldnir í Reykjavík dagana 9. til 11. nóvember næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og í ár er hún tileinkuð Serbneskri kvikmyndagerð. Hátíðin er skipulögð af Serbnesku menningarmiðstöðinni á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneyti Serbíu og Bíó Paradís.

Serbneskir menningardagar verða formlega settir 9. nóvember, klukkan 17:00 í Bío Paradís og verða fjórar kvikmyndir sýndar þar alla helgina (sjá dagskrá) .

Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru leikstjórarnir Milos Skundric (Ferðalagið langa í stríð), Nikola Kojo (Hjörð) og Vuk Rsumovic (Einskis manns barn). Verða þeir allir viðstaddir sýningar sinna mynda og munu þeir kynna þær og svara spurningum sýningargesta.

Menningardögum verður slitið í menningarhúsinu Hannesarholt, sunnudaginn 11. nóvember að undangengnu kvöldi með leikstjórum. Hægt verður að ræða við leikstjórana og skyggnast inni í heim kvikmyndagerðar og það umhverfi sem Serbneskir kvikmyndagerðarmenn búa við.

Hægt er að lýsa serbneskri kvikmyndagerð sem óvenjulegri og óhefðbundinni en umfram allt annað er serbnesk kvikmyndagerð frumlegt listform.
Almennt einkennast serbneskar kvikmyndir af raunsæishyggju og oft grimmum svörtum húmor. Er þetta afleiðing af stríðum og erfiðum lífsskilyrðum á ákveðnum tímabilum í Serbíu sem og öllu svæðinu. Þær sýna vel þekkta eðliseiginleika serbnesku þjóðarinnar, það er að jafnvel á verstu tímum og við verstu aðstæður finnur hún enn leið til að brosa í gegnum tárin.
Serbneskar kvikmyndir geta fengið þig bæði til að hlæja og gráta en eitt er víst, þær hafa áhrif á alla. Frumleiki og sérkenni serbneskra kvikmynda mun án efa gera ferð þína í kvikmyndahúsið ógleymanlega.

Komdu og upplifðu sjálf/ur.

Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér

Facebooksíða Serbneskra Menningardaga í Reykjavík

DAGSKRÁ // PROGRAM // ПРОГРАМ

Skoða fleiri fréttir