Fréttir

Shoplifters – VOD mynd vikunnar!

11/03/2020

Áhrifarík mynd sem skilur mikið eftir sig!

BÚÐARÞJÓFAR (SHOPLIFTERS) er spennandi og falleg saga fjölskyldu einnar í Tókíó sem þurfa að stela til að ná endum saman, en einn dag breytist líf þeirra þegar þau taka að sér unga stelpu sem þau finna aleina í köldu húsasundi. Stéttaskipting, fjölskyldubönd og óvæntar uppákomur. Ef þú fílaðir Parasite áttu eftir að elska Shoplifters!

Leikstjórinn Hirokazu Kore-eda hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2018 fyrir myndina sem þykir eins sú besta sem gerð hefur verið á liðnum  áratug!

Hægt er að leigja BÚÐARÞJÓFAR (SHOPLIFTERS) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir