NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Fréttir

Sorry We Missed You – Nýtt á VOD-inu!

27/03/2020

Stórkostleg mynd í leikstjórn Ken Loach sem segir sögu fjölskyldu í Newcastle sem er skuldum vafin eftir fjármálakreppuna. Fjölskyldufaðirinn vonast til þess að fjárhagurinn vænkist þegar hann byrjar í nýrri vinnu sem sjálfstætt starfandi sendill.

Loach er þekktur fyrir hreinskilna skoðun á samfélaginu og þeim sem minna mega sín og Sorry We Missed you er ein allra sterkasta mynd hans að mati gagnrýnenda, sem skilur eftir sammannlegar tilfinningar eftir hjá áhorfandanum, – ein besta kvikmynd ársins sem keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2019

Hægt er að leigja SORRY WE MISSED YOU á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

 

Skoða fleiri fréttir