Fréttir

Stockfish kvikmyndahátíðin hefst í Bíó Paradís!

18/05/2021

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í sjöunda sinn dagana 20. til 30. maí 2021 í Bíó Paradís.

Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega í mars og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Allt kapp er lagt á að starfrækja Stockfish á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.

Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni.

Facebook síða hátíðarinnar: 

Miðasala og dagskrá: 

Skoða fleiri fréttir