Fréttir

Svartir Sunnudagar hefja leikinn á Fargo!

05/10/2016

Svartir Sunnudagar opnuðu haustið með glæsibrag með SVÖRTUM SEPTEMBER þar sem átta költmyndir voru sýndar á átta kvöldum. Þann 16. október hefjast vikulegar sýningar á sunnudagskvöldum kl 20:00 með stórmyndinni FARGO í leikstjórn Cohen bræðra.

Fargo fjallar um bílasölumann að nafni Jerry Lundengaard sem sannfærir tvo smákrimma til að ræna konunni sinni, í þeim tilgangi að krefjast lausnargjalds sem þeir myndu skipta á milli sín. Hin vaska lögreglukona Marge Gunderson kemst á snoðir um áætlanir hans og úr verður æsispennandi eltingarleikur.

Eftir frábæran Svartan September þá hefjum við haustið með stórmyndinni FARGO sunnudaginn 16. október kl 20:00

Nánar hér: 

Skoða fleiri fréttir