NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Fréttir

The Apparition – Nýtt á VOD-inu!

08/04/2020

Jacques (Vincent Lindon) er blaðamaður á stóru svæðisbundnu dagblaði í Frakklandi. Orðspor hans sem óhlutdrægur og hæfileikaríkur rannsóknarblaðamaður nær athygli Vatíkansins sem ræður hann fyrir sérstakt verkefni; að taka þátt í nefnd sem á að rannsaka trúverðugleika guðlegrar opinberunar í litlu frönsku þorpi.

Við komuna hittir hann hina ungu og viðkvæmu Önnu (Galatéa Belugi) sem segist hafa orðið persónulega vitni að opinberun Maríu meyjar. Sem heiðarlega strangtrúuð hefur hún öðlast eftirsóknarvert fylgi í þorpinu, en finnur nú fyrir togstreitu milli trúar sinnar og hinna mörgu beiðna sem hún fær.

Þegar hann stendur frammi fyrir andstæðum sjónarmiðum kirkjuþegna og efasemdarmanna í hópnum, fer Jacques smám saman að afhjúpa duldar hvatir og þrýsting bak við tjöldin svo hrikta fer verulega í hans eigin trúarstoðum.

Hægt er að leigja THE APPARITION (L’APPARITION) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir