Fréttir

The Ardennes frumsýnd í Bíó Paradís

28/04/2016

Myndin fjallar um tvo bræður, annan sem er nýlaus úr fangelsi og hinn sem vill gjarnan snúa við blaðinu og fyrrverandi kærustu þess fyrrnefnda, en úr verður rosalegur ástarþríhyrningum. Uppgjör bræðranna svipar því sem Cain og Abel áttu í Biblíusögunum, þetta er dramatísk mynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara!

Margir þekkja Veerle Baetens sem er í aðalhlutverki, en hún er þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Broken Circle Breakdown sem sýnd var í Bíó Paradís um árið.

Myndin var sýnd í Discovery flokknum á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2015 og vann til Margritte verðlaunanna sem besta erlenda myndin í samframleiðslu.

Skoða fleiri fréttir