Fréttir

The House that Jack Built – VOD mynd vikunnar

19/11/2019

Ein umdeildasta mynd Lars Von Trier, mynd sem hefur verið lýst sem viðurstyggilegri tilraun Trier til að senda áhorfendum puttann í hinsta sinn. – Aðgengileg á VOD leigum Vodafone og Símans með íslenskum texta! 

Við fylgjumst með raðmorðingjanum Jack sem lítur á hvert morð sem sérstætt listaverk, nokkuð sem veldur nokkurri félagslegri einangrun. Eftir því sem hringur morðrannsókna þrengir að honum fer Jack að ögra sjálfum sér og ganga enn lengra.

ATH! Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir!

Skoða fleiri fréttir