Fréttir

The Other Side frumsýnd í Bíó Paradís

26/05/2016

Föstudaginn 27. maí verður kvikmyndin THE OTHER SIDE, heimildarmynd um olnbogabörn Ameríku. Við fylgjumst fyrst með lífi og ástum Mark og Lisu, eiturlyfjafíkla sem halda að eina leiðin til að verða edrú sé að fara í fangelsi í nokkra mánuði. Seinna fylgjumst við með hermönnum sem stunda heræfingar til að undirbúa sig fyrir borgarastyrjöldina sem þeir eru sannfærðir um að sé handan við hornið.

Roberto Minervini er ítalskur leikstjóri sem sérhæfir sig í heimildarmyndum um Bandarískt almúgafólk. Eftir nokkrar stuttmyndir leikstýrði hann Texas-þríleiknum; sem samanstendur af The Passage, Low Tide og Stop the Pounding Heart. Myndirnar hans gerast á mörkum skáldskapar og heimildamynda, ekki ósvipað verkum austurríska leikstjórans Ulrich Seidl (Paradísar-þríleikurinn) – og eru ekki síður grótesk.
Stikla úr myndinni 
Hér á heimasíðu Bíó Paradís 
Skoða fleiri fréttir