Fréttir

Uppboð og kvikmyndasýning til styrktar Úkraínu

10/03/2022

STYRKTARSÝNING – 13. MARS KL 15:00! 

Raunveruleg innsýn inn í hugarheim skurðlæknis sem er tekinn höndum af rússneska hernum í Austur- Úkraínu þar sem hann upplifir niðurlægingu, ofbeldi og algjöra vanvirðingu fyrir lífi fólks. Hvaða áhrif hefur stríð á þjóðarsálina? Kvikmyndin er framlag Úkraínu til Óskarsverðlaunanna 2022 en hún var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. ALLUR ÁGÓÐI MIÐASÖLU RENNUR ÓSKIPTUR TIL STUÐNINGS ÚKRAÍNU.

Nánar á vef Bíó Paradís hér

Facebook viðburður

LISTAMENN SAMEINAST – EINSTAKT LISTUPPBOÐ Í BÍÓ PARADÍS SUNNUDAGINN 13. MARS KL 14:00 – 21:00

Listamenn hafa sameinast um að styðja við Úkraínu með listuppboði í Bíó Paradís á sunnudaginn 13. mars frá kl 14:00 til kl 21:00. Þetta er einstakt tækifæri til að kaupa listaverk og láta gott af sér leiða fyrir hörmungarnar sem nú standa yfir í Úkraínu.

Til að loka uppboðinu kl 21:00 mætir enginn annar en Jón Gnarr sem hamra mun inn tilboðin af miklum móð og þetta ætti enginn listunnandi að láta framhjá sér fara.

Facebook viðburður

 

 

 

 

Skoða fleiri fréttir