Fréttir

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – sérsýning á vegum friðarhreyfinga í Bíó Paradís

28/11/2019

Heimildarmyndin Upphafið að endalokum Sprengjunnar!, The Beginning of
the End of Nuclear Weapons var frumsýnd fyrr á þessu ári og hefur
vakið mikla athygli. Hún rekur sögu baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum
frá því að þeim var fyrst beitt í hernaði fyrir nærri 75 árum. Saga
mótmælahreyfinga frá ýmsum tímum er rakin en einkum þó fjallað um
baráttu samtakanna ICAN, sem komu því til leiðar að 122 aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna samþykktu sáttmála um bann við kjarnavopnum á árinu
2017. Fyrir það afrek hlutu samtökin friðarverðlaun Nóbels.

Samstarfshópur friðarhreyfinga um kjarnorkuvopnabann býður til
sýningar á myndinni í Bíó Paradís laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00.
Öll velkomin. Að sýningu myndarinnar lokinni verður efnt til stuttra
umræðna um efni hennar.

Sjá má treiler myndarinnar hér:
https://youtu.be/l3_bKtdtqRM

Hér er svo slóð á heimasíðu heimildarmyndarinnar:
hann: http://theendofnuclearweapons.com/event/reykjavik-iceland/

 

Skoða fleiri fréttir