Fréttir

Vegan Film Fest 24. janúar 2019 – FRÍTT Í BÍÓ

22/01/2019

Í tilefni af Veganúar 2019 bjóða Samtök grænkera á Íslandi upp á Vegan Film Fest og verða sýndar þrjár heimildarmyndir í öllum þrem sölum Bíó Paradís. Allar sýningar hefjast klukkan 20:00 og það er FRÍTT INN. Á undan sýningunum verða ýmsar vegan vörur kynntar og boðið upp á smakk og því um að gera að koma snemma.

Eating You Alive verður sýnd í sal 1 kl.20:00. Hvernig og hvað við borðum veldur krónískum sjúkdómum sem er að drepa okkur og með því að breyta því sem við borðum getum við bjargað lífi okkar. Læknar fá ekki þjálfun í næringarfræði og kunna oft bara að takast á við einkenni sjúkdóma en ekki að koma í veg fyrir þau eða lækna.
Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=hJmIJd-qS50

Dominion verður sýnd í sal 2 kl.20:00. Dominon notast við leynilegar upptökur út verksmiðjubúum og sláturhúsum og sýnir áhorfandum hvað dýrin þurfa að þola í raun og veru til þess að við getum borðað hold þeirra og vessa. Myndin var áður sýnd í september við fullan sal og vakti mikla athygli.
Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=LnpsEAHAEnY

Vegan 2018 frá Plant Based News (PBN) verður sýnd í sal 3 kl.20:00. PBN býr til árlega mynd um það helsta sem hefur verið að gerast í veganheiminum á hverju ári. Vegan 2018 er því nokkurskonar fréttaanáll um allt sem tengist vegan. Gott val fyrir fólk sem vill vera með puttan á púlsinum.

Á undan sýningunum verða ýmsar vegan vörur kynntar og boðið upp á smakk og því um að gera að koma snemma. Allar sýningar hefjast klukkan 20:00 og það er FRÍTT INN.

Skoða fleiri fréttir