Fréttir

Vilt þú vinna sem dagskrárstjóri Bíó Paradís?

01/11/2019

Bíó Paradís óskar eftir dagskrárstjóra á tímabilinu janúar 2020 – janúar 2021.

Viðkomandi verður að vera mjög skipulagður og geta haldið utan um mörg verkefni í einu. Þekking á kvikmyndum, markaðssetningu kvikmynda, gott vald á íslensku og ensku, og reynsla af markaðsetningu á netinu og á samfélagsmiðlum er skilyrði. Reynsla af blaðamennsku og fjölmiðlun er mikill kostur. Umsækjandi verður að vera vanur/vön að setja saman texta og geta stýrt og framleitt viðburði frá A – Ö. Einnig krefst starfið þekkingar á vefumsjón. Um 100% starf er að ræða. Litið er til menntunar sem nýtist í starfi.

Starfslýsing

Almenn dagskrárumsjón og utanumhald á heildardagskrá fyrir menningarhúsið Bíó Paradís. Umsækjandi leysir af í fæðingarorlofi svo um tímabundið starf er að ræða frá janúar 2020 til janúar 2021. Dagskráin hefur nú þegar verið kortlögð að hluta, en umsækjandi fylgir eftir og vinnur dagskrá sem eftir á að staðfesta í samráði við framkvæmdastjóra Bíó Paradís á tímabilinu.

Umsækjandi sér um að útbúa texta og myndefni á vef, samfélagsmiðla og fréttabréf bíósins og skipuleggja kynningarherferðir fyrir dagskrá bíósins. Samskipti við fjölmiðla um dagskrá Bíó Paradísar. Þátttaka í undirbúningi á kynningarefni fyrir kvikmyndir, kvikmyndaviðburði og hátíðir bíósins.

Dagskrástjóri hefur yfirumsjón með nýjum kvikmyndum og kvikmyndaviðburðum í Bíó Paradís í samstarfi við framkvæmdastjóra Bíó Paradís. Vinna við ýmis sérverkefni svo sem eins og kvikmyndadaga, kvikmyndahátíðar og samstarf um aðra kvikmyndatengda viðburði eru einnig hluti af starfslýsingu.

Aðstoð við gerð umsókna og samstarfsverkefna í samstarfi við framkvæmdastjóra Bíó Paradís.

Umsjón með vef Bíó Paradís www.bioparadis.is og samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

Umsækjendur sendi umsókn, ásamt ferilskrá á Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar á netfangið hronn@bioparadis.is fyrir 15. nóvember nk.

Skoða fleiri fréttir