Fréttir

VOD mynd vikunnar: 20.000 Days on Earth

14/03/2017

Heimildarmyndin um tónlistarmanninn og Íslandsvininn Nick Cave, 20.000 days on earth hefur verið tekin til sýningar í Bíó Paradís. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda en í henni er fylgst með rokkgoðsögninni Nick Cave þar sem spenna, átök og kaldur raunveruleiki mætast í „uppspunnum “ sólarhring í lífi þessa magnaða tónlistarmanns.

Myndin gengur langt í nærgöngulli lýsingu sinni á átökum listamannsins við sjálfan sig og list sína og leitar svara við heimspekilegum spurningum um tilveru okkar um leið og hún skoðar mátt skapandi hugsunar. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim og verið sýnd á fjölmörgum kvikmyndahátíðum.

Myndin er á VOD, á leigu VODAFONE og í Sjónvarpi Símans með íslenskum texta! 

Skoða fleiri fréttir