Fréttir

VOD mynd vikunnar: On Body and Soul

12/03/2018

Óvenjuleg ástarsaga sem gerist í hversdagsleikanum, sem hverfist um markaleysið á milli svefns og vöku, huga og líkama.

On Body and Soul vann Gullbjörninn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Berlinale 2017. Að auki hlaut hún FIPRESCI og Ecumenical dómnefndarverðlaun. Alexandra Borbély vann verðlaun sem besta leikkonan í kvikmynd á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2017.

Myndin er tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin til Óskarsverðlauna 2018! 

„Sláandi tilfinningadrama sem kannar kraft mannlegrar tengingar á ólíklegustu stöðum“ – Screen Daily 

Skoða fleiri fréttir