Fréttir

VOD mynd vikunnar : Besti dagur í lífi Olli Mäki

06/04/2017

Bíó Paradís kynnir: Besti dagur í lífi Olli Mäki sem nú er kominn út á VOD leigum Símans og Vodafone!

Sumarið 1962 á Olli Mäki möguleika á að keppa um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt hnefaleika. Frá finnsku sveitasælunni og alla leið til borgarljósa Helsinki hefur allt verið búið undir frægð hans og frama. Það eina sem Olli þarf að gera er að léttast og halda einbeitingunni. En eitt stendur í veginum: hann er ástfanginn af Raiju.

Hugljúf, átakanleg og stórkostleg, sagan er byggð á bardaga á milli finnska boxarans Ollie Mäki og Ameríska meistarans Davey Moore sem háður var í Helsinki 1962.

Vinningsmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni Cannes 2016.

Skoða fleiri fréttir