Fréttir

VOD mynd vikunnar – The Square

31/10/2019

Bráðfyndin dramatísk gamanmynd eftir leikstjóra Turist, Ruben Östlund en The Square vann Gullpálma kvikmyndahátíðarinnar í Cannes Palme d’Or 2017.

Aðgengileg á VOD leigum Vodafone og Símans með íslenskum texta!

Christian (Claes Bang), er fráskilinn faðir sem keyrir um á rafmagnsbíl og virtur sýningarstjóri í nútímalistasafni í Svíþjóð. The Square er innsetning sem er næst á sýningardagskrá safnsins en verkið er margslungið og á að fá gangandi vegfarendur til að hugsa um tilgang sinn og góðmennsku sem mannlegar verur. En stundum er of erfitt að lifa eftir eigin hugsjónum og einn daginn þegar síma Christians er stolið fer atburðarrás af stað sem engan óraði fyrir….

 

Skoða fleiri fréttir