Fréttir

Welcome to Norway – Perlur á VOD-inu!

23/06/2020

Bráðfyndin og raunsönn gamanmynd um málefni sem snerta alla heimsbyggðina um þessar mundir!

Petter Primus er maður með stóra drauma, sem verða sjaldnast að veruleika. Hann fær hugmynd sem gæti bjargað fjölskyldunni fjárhagslega: hann ákveður að breyta hótelinu í athvarf fyrir flóttamenn og hælisleitendur, þrátt fyrir tortryggni hans í garð útlendinga. Hans bíða flóknar áskoranir þegar fimmtíu manns mæta í subbulega aðstöðu á hótelinu þar sem einn ákafur afrískur maður, yfirmaður Útlendingastofnunar í Noregi, þunglynd eiginkona og unglingsdóttir þeirra, setja strik í reikninginn.

Hægt er að leigja VELKOMIN TIL NOREGS (WELCOME TO NORWAY) á VOD leigu Símans og Vodafone með íslenskum texta!

Skoða fleiri fréttir