Ísland er langminnsta þjóðin sem kemur liði inn á Heimsmeistaramótið í fótbolta og hefur saga íslenska landsliðsins vakið heimsathygli. En getur verið, að krafturinn sem hefur gert þessa drengi að kraftaverkamönnum, sé sá sami og hefur orðið Íslendingum að fótakefli í gegnum aldirnar? Og getur verið, að trú landsmanna á eigið ágæti sé reist á veikum grunni, en sé um leið þeirra sterkasta vopn?
Hvað geta leikmenn íslenska landsliðsins, og aðrir þjóðþekktir viðmælendur, sagt okkur um litla þjóð sem virðist þrá að heimurinn taki eftir sér?
Fram koma:
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Birkir Már Sævarsson, Jón Daði Böðvarsson, Theódór Elmar Bjarnason, Stefán Pálsson, Jón Kalman Stefánsson, Kári Stefánsson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Katrín Jakobsdóttir.
English
Iceland is by far the smallest nation to qualify for the finals of the football World Cup, and the team’s story has attracted global interest. But is the character that drove these boys to work miracles also at the root of Icelanders’ struggles throughout their history? And could the nation’s belief in its own merits be built on weak foundations, while remaining its greatest weapon?
What can the players of national team, and other prominent voices, tell us about this tiny nation that seems to crave the world’s attention?