The Grump

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd
  • Leikstjóri: Dome Karukoski
  • Ár: 2014
  • Lengd: 104 mín
  • Land: Finnland
  • Frumsýnd: 3. Apríl 2015
  • Tungumál: Finnska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Antti Litja, Kari Ketonen, Alina Tomnikov

The Grump er ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, byggð á samnefndum metsölubókum eftir höfundinn Tuomas Kyrö.

Í myndinni fá áhorfendur að fylgjast með sauðþráum og íhaldssömum bónda á níræðisaldri sem hefur ævaforn gildi í hávegum. Samkvæmt honum voru börn ekki frek í gamla daga og fólk eyddi aldrei peningunum sínum í vitleysu!

Þegar bóndanum mislíkar eitthvað lætur hann það bitna á öllum þeim sem á vegi hans verða, eins og kemur bersýnilega í ljós þegar hann gengur berserksgang, neyddur til að flytja með sitt hafurtask til sonar síns og yfirþyrmandi tengdadóttur í borginni. Tengdadóttirin Liia er framakona sem ansar ekki nafninu “litla fröken” og lætur ekki segja sér að konur eigi ekki að aka bílum. Jafnframt á sá gamli bágt með að fóta sig á nútímalegu heimili ungu hjónanna og sættir sig illa við stöðugt ónæðið frá farsímum þeirra.

Myndin, sem er ljúf, hjartnæm og ekki síst bráðfyndin, er frá framleiðendum Vonarstrætis og hefur þegar slegið öll aðsóknarmet í Finnlandi.

Myndin verður sýnd á Hringferð Bíó Paradísar og Evrópustofu dagana 15-26 maí sem unnin er í samstarfi við Northby Northwest – Films on the Fringe. Ókeypis er inn á sýningarnar. Hún verður sýnd á Höfn í Hornafirði 16. maí kl. 20:00 í Sindrabæ og á Ísafirði í Ísafjarðarbíó þann 21. maí kl. 20:00.

English

A stubborn, set-in-his-ways, 80-year-old farmer from rural Finland rants about the modern world in “The Grump,” a broad satire that represents the sixth feature from helmer Dome Karukoski.

Aðrar myndir í sýningu