99 Homes

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Ramin Bahrani
  • Handritshöfundur: Ramin Bahrani
  • Ár: 2014
  • Lengd: 112
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 23. Október 2015
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Michael Shannon, Laura Dern

Við kynnumst hér byggingaverkamanninum Dennis Nash sem 2008-kreppan hefur leikið grátt. Afborganir hans af húsi sínu hafa hækkað mikið um leið og vinna hefur verið af skornum skammti þannig að hann hefur um nokkurra mánaða skeið verið nánast atvinnulaus. Þrátt fyrir góðan vilja til að standa í skilum og semja sig út úr þessum aðstæðum bankar fasteignabraskarinn Rick Carver upp á hjá honum einn góðan daginn og tilkynnir honum að húsið sé ekki lengur hans eign og að hann verði að yfirgefa það strax. Nokkrum mínútum síðar er Dennis á götunni ásamt syni sínum og móður sem hann hefur þurft að sjá fyrir. Fyrir röð tilviljana og vegna þarfar Dennis fyrir vinnu og tekjur í þessum aðstæðum atvikast mál síðan svo að Rick býður honum að vinna fyrir sig. Dennis á um fátt að velja og ákveður að taka tilboðinu. Það á hins vegar eftir að hafa alvarlegri afleiðingar en hann hefði nokkurn tíma getað grunað …

English

A father struggles to get back the home that his family was evicted from by working for the greedy real estate broker who’s the source of his frustration.

Aðrar myndir í sýningu