Á annan veg – hátíðarsýning og DJ set

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Grín/Comedy, Drama
  • Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
  • Ár: 2011
  • Lengd: 84 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 17. Maí 2023
  • Tungumál: íslenska
  • Aðalhlutverk: Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þorsteinn Bachmann

Nú hefur tónlistarmaðurinn President Bongo samið nýja tónlist við myndina og gefst kvikmyndaunnendum tækifæri til að endurupplifa þessa perlu íslenskra kvikmynda með nýrri tónlist. Hljóðrás myndarinnar með tónlist President Bongo hefur aukinheldur verið gefin út á vínylplötu og fögnum við útgáfu hennar.

Aðeins ein sýning í Bíó Paradís þar sem áhorfendum gefst kostur á að tryggja sér vínylplötu í mjög takmörkuðu upplagi. Partí og DJ á eftir.

Upp úr 1980 starfa tveir ungir menn við vegavinnu á afskekktum fjallvegum. Þeir handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta meðfram vegum sem teygja sig út í auðnina. Með ekkert nema hvorn annan og tilbreytingalausa vinnuna fyrir stafni, neyðast þeir til að umbera dynti hvors annars. En eftir að lífið tekur óvænta stefnu þróast óvænt vinátta – enda báðir á krossgötum.

Aðrar myndir í sýningu