Á móti straumnum

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Óskar Páll Sveinsson
  • Ár: 2020
  • Lengd: 90 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 4. Október 2020
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta / Icelandic with English subtitles

Veiga er fyrsta manneskjan til að róa 2.100 kílómetra í kringum Ísland á móti straumnum. Þetta afrek er talið sambærilegt við að klífa fjallið K2.

En hennar persónulega ferð er ekki síður merkileg. Hún fæddist fyrir 44 árum síðan sem strákur í sjávarplássi á Vestfjörðum. Veigar giftist og eignast börn en ákveður svo 38 ára að hann geti ekki lengur lifað sem karlmaður og ákveður að fara í kynleiðréttingu. Innri baráttan þangað til var helvíti líkust og Veigar reyndi tvisvar að taka eigið líf.

Þessar tvær átakasögur fléttast saman í magnað ferðalag frá karli til konu og í kringum Ísland, með töfrandi og harðgerðum bakgrunni af strandlengju landsins.

Hversu langt þarftu að ferðast til að finna sjálfa þig? Og hvaða fórnir ertu tilbúinn að færa til að finna hamingjuna.

Á MÓTI STRAUMNUM – glæný íslensk heimildamynd – frumsýnd 4. október með enskum texta í Bíó Paradís!

  • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar frá Bíó Paradís gilda ekki á þessar sýningar!

English

The transgender woman Veiga Grétarsdóttir decides to take on the dangerous adventure of sailing counter-clockwise around Iceland on a kayak.

Her journey is symbolic of her journey through a gender-correcting process. The film describes her inner struggle and the effect of her decision on the lives of those closest to her, among them her former wife, children, and parents.

AGAINST THE CURRENT – new icelandic documentary – premiers on October 4th with English subtitles in Bíó Paradís!

  • ATTENTION! Annual passes, punch-cards, free tickets from Bíó Paradís are not valid for these screenings!

Aðrar myndir í sýningu