A Night at the Roxbury – Föstudagspartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Grín/Comedy, Tónlist/Music, Rómantík/Romance
  • Leikstjóri: John Fortenberry
  • Handritshöfundur: Steve Koren | Will Ferrell | Chris Kattan
  • Ár: 1998
  • Lengd: 82
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 31. Maí 2019
  • Tungumál: Enska / English
  • Aðalhlutverk: Chris Kattan, Will Ferrell, Gigi Rice, Elisa Donovan, Raquel Gardner, Viveca Paulin, Paulette Braxton, Michael Clarke Duncan, Richard Grieco

Ekki missa af hinni drepfyndnu A NIGHT AT THE ROXBURY á geggjaðri Föstudagspartísýningu 31. maí kl.20:00eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Tveir aulalegir bræður, Steve og Doug Butabi, eiga sér þann draum heitastan að stofna sinn eigin skemmtistað, þrátt fyrir að komast ekki sjálfir inn á Roxbury klúbbinn sem er heitasti staðurinn í bænum. Ofurfyrirsætan og “gullgrafarinn” Vivica og vinkona hennar Cambi reyna að svindla peninga út úr bræðrunum, en það er til lítils þegar þær komast að því að þeir eiga ekki bót fyrir borunni á sér.

Margir bandarískir gamanleikarar hafa byrjað frægðarferil sinn á því að koma fram í sjónvarpsþættinum “Saturday Night Live” sem gengið hefur í fleiri áratugi. Þátturinn hefur m.a. verið stökkpallur kappa á borð við Steve Martin, Robin Williams og Eddie Murphy inn í kvikmyndabransann. Í Roxbury-klúbbnum fá þeir Will Ferrell og Chris Kattan, sem eru fastagestir í þættinum góða, tækifæri til að spreyta sig á hvíta tjaldinu.

English

Don’t miss out on the hilarious A NIGHT AT THE ROXBURY on an awesome Friday Night PARTY Screening May 31st at 20:00, as usual the kiosk will be filled with sweets and the bar flowing with party-drinks that are of course allowed in the screening hall!

The Roxbury Guys, the dim-witted brothers Steve and Doug Butabi, want to get into the coolest and most exclusive club in town, and also dream of opening their own dance club. Vivica, a gold-digging supermodel, and her friend Cambi try to work the Roxbury Guys for their money, only to find out the pair is broke.

Aðrar myndir í sýningu