Stórbrotin teiknimynd um ungan strák frá Vestur – Afríku sem leggur í leiðangur í leit að eldri bróður sínum á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar.
Myndin hefur hlotið fjöldan allan af alþjóðlegum kvikmyndaverðlaunum m.a. sem besta kvikmyndin á hinni virtu hátíð Annecy teiknimyndahátíð og Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Chicago.
Myndin er sýnd með ÍSLENSKUM TEXTA í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi.