Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði.
Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.
Myndin er tilnefnd til hinna eftirsóttu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar þær fimm tilnefndu myndir og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 23. – 26. september 2021.