amiina: Kvikmyndatónleikar // Útgáfutónleikar

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Frumsýnd: 3. Desember 2016

Bíó Paradís og amiina kynna kvikmyndatónleika í tilefni af nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar, þar sem saman fara kvikmyndin Juve contre Fantômas (1913) og lifandi tónlist hljómsveitarinnar amiinu.

Lávarður hryllingsins, herra Fantômas, ræður ríkjum á nýjustu plötu hljómsveitarinnar amiinu sem út kemur hjá Mengi 25. nóvember næstkomandi. Tónlist amiinu var samin við þögla spennumynd frá árinu 1913 eftir franska kvikmyndaleikstjórann Louis Feuillade, og frumflutt á Hrekkjavöku í hinu virta Théâtre du Châtelet í París árið 2013. Tónlistin lítur nú dagsins ljós sem sjálfstæð heild sem fjórða breiðskífa amiinu, eldri eru Kurr (2007), Puzzle(2010) og The Lighthouse Project (2013) en allar þessar plötur hafa hlotið dreifingu víða um heim og hlotið frábærar viðtökur.

Angurværð og tregi, himneskar laglínur og ágengir taktar, ólgandi spenna og hryllingur; tónlist amiinu við Fantômas býr yfir margvíslegum kenndum þar sem nokkur leiðarstef mynda nokkurs konar rauðan þráð og gefa tilfinningu fyrir heilsteyptu verki á sama tíma og hægt er að njóta hvers einstaks lags.

Tónlist amiinu var frumflutt Hrekkjavöku í Théâtre du Châtelet í París árið 2013 samhliða tónlist fjögurra annarra tónlistarmanna við kvikmyndir Louis Feuillade um Fantômas. Tónlistarmennirnir James Blackshaw, Loney Dear, Tim Hecker og Yann Tiersen lögðu til nýja tónlist við hinar fjórar myndirnar á viðburði sem laut listrænni stjórnun Yann Tiersen, sem sjálfur er þekkt kvikmyndatónskáld og samdi meðal annars tónlistina við hina ástsælu kvikmynd Amelie.

English

Bíó Paradís and amiina presents: Film concert where the newest release of this amazing Icelandic band will be preformed live, when the film Juve contre Fantômas (1913) screens December 3rd at 21:00! 

Aðrar myndir í sýningu