Arabian Nights: Volume 1: The Restless One

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Miguel Gomes
  • Ár: 2015
  • Lengd: 125 mín
  • Land: Portúgal
  • Frumsýnd: 3. Júní 2016
  • Tungumál: Portúgalska og fleiri tungumál með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Miguel Gomes, Carloto Cotta, Crista Alfaiate

Samtímaatburðir í Portúgal efnahagshrunsins eru fléttaðir inní formið sem sagnaþulurinn Scheherazade notaði á gullöld arabísks kveðskapar. Úr verður epískur sagnabálkur í þremur hlutum, meira en sex tíma langur, uppgjör leikstjóra við þjóðina sem fóstraði hann.

Miguel Gomes hafði gert þrjár myndir í fullri lengd áður en hann réðst í gerð þríleiksins. Frumraun hans var Andlitið sem þú átt skilið (A Cara que Mereces) og hann fylgdi henni eftir með Elsku ágústmánuður (Aquele Querido Mês de Agosto). Það var so með Tabu sem hann sló í gegn á alþjóðavísu, ljóðrænni svart-hvítri mynd um lífið við fjallsrætur fjallsins Tabú í Afríku. Tabu hlaut tvö verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín og fjölda verðlauna á heimsvísu og heima fyrir í kjölfarið.

English

The film is set in Portugal, with the plot drawing from current events. The structure of the film is based on One Thousand and One Nights, where Scheherazade told stories to save her life. The outcome is an epic trilogy of more than six hours, a director‘s passionate analysis of the country that bred him.

Miguel Gomes directed three feature films before he embarked on the trilogy. His debut was The Face You Deserve, followed by Our Beloved Month of August. He finally shot to international fame with Tabu, a poetic black-and-white film about a past life under the foothills of Mt. Tabu in Africa. Tabu would win two awards at the Berlinale and plenty of awards were to follow, both at home and abroad.

Aðrar myndir í sýningu