Austur

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Spennumynd
  • Leikstjóri: Jón Atli Jónasson
  • Ár: 2015
  • Lengd: 75 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson, Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Vigfús Þormar Gunnarsson, Kristinn Már Jóhannesson

Myndin er innblásin af raunverulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu fer af stað atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu.

Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl. Myndin er bönnuð innan 16 ára.

Aðrar myndir í sýningu