Blind Massage // Tui na

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Ye Lou
  • Ár: 2014
  • Lengd: 114 mín
  • Land: Kína
  • Tungumál: Mandarín með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Xiaodong Guo, Lu Huang, Xuan Huang

Nuddararnir í nuddstofu nokkurri í Nanjing eiga það sameiginlegt að vera allir blindir eða sjóndaprir. Myndin er tekin frá sjónarhóli hinna blindu og færa þá sjáandi inní þann heim – sem er svosem ekki endilega svo öðruvísi, með ástum og alls kyns drama.

Ye Lou hefur leikstýrt myndum á borð við Suzhou-fljótið, Sumarhöllina og Vindhviður á vornóttum. Margar mynda hans eru mjög opinskáar með kynlíf og hafa margar verið bannaðar af kínverskum stjórnvöldum – og hann sjálfur var settur í fimm ára bann frá kvikmyndagerð eftir Sumarhöllina, en myndin var fyrsta myndin frá meginlandi Kína þar sem sáust bæði alnaktir karlar og konur í allri sinni dýrð.

Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina í myndinni.

English

A drama about the employees of a Nanjing massage parlour who share a common trait: they are all blind. The camera takes the viewpoint of the blind and helps the seeing audience members to enter that world – which is perhaps not that different, with loves and added drama.

Ye Lou‘s films include Suzhou River, Summer Palace and Spring Fever, many of whom proved too sexually explicit for the Chinese authorities. After Summer Palace he was banned from making films in China for five years, but the film was the first from mainland China to feature the full-frontal adult nudity of both its male and female leads.

The Icelandic music composer Jóhann Jóhannsson wrote the music for the film.

Aðrar myndir í sýningu