Blóðberg

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson
  • Ár: 2015
  • Lengd: 109
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og María Heba Þorkelsdóttir

Hér segir frá hinni hefðbundnu íslensku fjölskyldu sem á yfirborðinu er nánast fullkomin. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítalanum þar sem hún vinnur sem hjúkrunarkona. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Þau lifa og hrærast í lífi leyndarmála sem einn daginn banka uppá.. og þá breytist allt.

Blóðberg er persónuleg saga fjölskyldu þar sem við fylgjum meðlimum hennar í gegnum strembið ferðalag sem er hlaðið ást, sorg og gleði. Áhorfandinn tekur þátt í ferðalaginu og upplifir þrautir og sigra fjölskyldunnar og situr á endanum eftir með aðra sýn á manneskjurnar en haldið var af stað með í upphafi. Þessi saga hreyfir við áhorfandanum og er góður samfélagslegur spegill á nútímann.

Aðrar myndir í sýningu