Blowfly Park

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Jens Östberg
  • Ár: 2014
  • Lengd: 96
  • Land: Svíþjóð
  • Tungumál: Sænska
  • Aðalhlutverk: Sverrir Guðnason, Malin Buska, Peter Andersson

Flugparken

Kristian og Alex voru einu sinni helstu íshokkítöffarar bæjarins. En núna eru þeir bara tveir gaurar á fylleríi og Alex er búinn að drekka aðeins of mikið. Kristian nær með heppni að koma honum heim, en daginn eftir sést hvorki tangur né tetur af Alex. Kristian verður sífellt örvæntingarfyllri og hægt og rólega koma ófáir fortíðardraugar upp úr kafinu.

Hann fer að venja komur sínar í Flugnagarðinn, þar sem vandræðaunglingar bæjarins halda til, og fer að haga sér undarlega gagnvart bæði kærustu og pabba Alex. Sá síðarnefndi er raunar fyrrum hokkíþjálfarinn hans og á vissan hátt pabbinn sem hann aldrei átti.

Leikstjórinn:

Jens Östberg er fyrrum ballettdansari og kvikmyndaferillinn hófst þegar hann fór að vinna sem danshöfundur fyrir bíómyndir. Síðan leiddist hann út í leikstjórn þegar hann leikstýrði stuttmyndinni Småvillt en Flugnagarðurinn er fyrsta mynd hans í fullri lengd.

Molarnir:

  • Sverrir Guðnason hlaut Guldbagge-verðlaunin, Eddu-verðlaun þeirra Svía, fyrir hlutverk sitt í myndinni. Sverrir hlaut einnig tilnefningu fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir myndina Gentlemen og keppti þar við Peter Andersson, meðleikara sinn í Flugparken, og Kristofer Hivju úr Turist sem hreppti að lokum verðlaunin.
  • Hann hlaut hins vegar verðlaunin sem besti aukaleikari á Guldbagge í fyrra –fyrir hlutverk sitt í Monica Z sem sýnd var hérlendis í Bíó Paradís.
  • Sverrir er fæddur í Svíþjóð en eyddi um helmingi bernskuáranna á Íslandi. Hann hefur nær eingöngu leikið í Svíþjóð – ef undan er skilið hlutverk Ólafs ljósvíkings í uppsetningu Borgarleikhússins á Heimsljósi og lítið hlutverk í áramótaskaupinu árið 1989, bæði þegar hann var ellefu ára, auk þess sem hann lék lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Tími nornarinnar sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkrum árum.
  • Mótleikari Sverris, Peter Andersson, er líklegast þekktastur utan Svíþjóðar fyrir lítið hlutverk í Millenium-þríleiknum, þar sem hann endar með ansi óheppilegt húðflúr á maganum.

English

Flugparken

Kristian and Alex used to be the main ice hockey players in town. Now they are just a couple of guys getting drunk – and Alex is getting a bit too drunk. Kristian manages to bring him home but the next morning no one can find Alex. Kristian becomes increasingly desperate and slowly the ghosts of their common past come back to haunt him.

He starts to frequent the notorious Blowfly Park, where the town’s junior delinquents seem to frequent, and also starts behaving erratically towards Alex’s girlfriend and Alex’s father – who is also his former hockey coach and in some ways the father Kristian never had.

The Director:

Jens Östberg is a former ballet dancer and it was choreographing that originally led him to movies. Then he started directing, making his debut with short film Småvillt. Blowfly Park is his feature debut.

The Trivia:

  • Sverrir Guðnason received the Guldbagge award, the Swedish Oscars, for his role in the film. Sverrir was also nominated as Best Supporting Actor for the film Gentlemen and competed there agains his Blowfly Park co-star Peter Andersson and Kristofer Hivju from Force Majeure, who ended up winning the prize.
  • However Sverrir won the Best Supporting Actor Guldbagge last year – for his role in Monica Z.
  • Sverrir is born in Iceland but spent about half of his childhood in Iceland. His acting career has mostly taken part in Sweden however, though he did have a small part in the Icelandic TV mini-series Season of the Witch a few years ago.
  • His co-star, Peter Andersson, is probably best known outside of Sweden for his role in the Millenium trilogy – where his character ends up with a rather unfortunate tattoo on his chest.

Aðrar myndir í sýningu