Body

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gaman- Drama
  • Leikstjóri: Malgorzata Szumowska
  • Ár: 2015
  • Lengd: 90 mín
  • Land: Pólland
  • Tungumál: Pólska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Janusz Gajos, Maja Ostaszewska, Justyna Suwala

Kolsvört gamanmynd um þrjár manneskjur í miðju sorgarferli. Olga syrgir móður sína og er illa haldin af átröskun. Pabbi hennar hefur áhyggjur af því að hún skaði sig og sendir hana til Önnu, sálfræðings sem sömuleiðis er að komast yfir missi. En Anna er ekki bara sálfræðingur, hún virðist líka vera í beinu sambandi við framliðna.

Malgorzata Szumowska leikstýrði sinni fyrstu mynd, Glaði maðurinn (Szczesliwy czlowiek), fyrir fimmtán árum og síðan þá hefur hún leikstýrt myndumá borð við Ókunni maðurinn (Ono) og 33 atvik í lífi (33 sceny z zycia) sem fékk 6 styttur á pólsku kvikmyndaverðlaununum, þar á meðal sem besta mynd. Þekktasta mynd hennar er líklega Elles, með frönsku stórleikkonunni Juliette Bionoche í aðalhlutverki. Hún fékk silfurbjörninn í Berlín sem besti leikstjóri fyrir þessa mynd.

English

This is a black comedy about three grieving people. Olga is grieving for her mother and is also battling anorexia. Her father is worried she might harm herself so he sends her to see Anna, a psychiatrist. But not only is Anna dealing with her own loss, she also believes she can communicate with the dead.

Malgorzata Szumowska directed her first film, Happy Man, fifteen years ago and since then she‘s directed films like Stranger and 33 Scenes From a Life, winner of six Polish film awards, including Best Picture. Her most famous film to date remains Elles, starring Juliette Binoche. She got the Silver Bear at the Berlinale last year as Best Director for The Body.

Aðrar myndir í sýningu