Marianna er fertug kona sem neyðist til að lögsækja fjölskyldu sína til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu. Marianna fæddist nefnilega sem karlinn Wojtek og hefur nýlega gengið í gegnum kynskiptiaðgerð. Sem Wojtek hafði hún unnið sem neðanjarðarlestarstjóri og sofið í bílnum á tímabili til að safna fyrir aðgerðinni. En erfið samskipti við fjölskylduna reyna á og málin flækjast enn meir þegar að bakslag kemur í hormónameðferðina sem fylgir aðgerðinni.
Þetta er önnur heimildamyndin sem Karolina Bielawska leikstýrir. Sú fyrri var Draumaborgin Varsjá (Warszawa do wziecia) og fjallar um þrjár pólskar landsbyggðarkonur sem dreymir um Varsjá. Myndin hlaut fern verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Kraká í fyrra, þar á meðal aðalverðlaun hátíðarinnar.
English
Marianna is a 40-year-old woman who has to sue her parents in order to change her birth certificate, since she was born as Wojtek and has just had a sex change operation. As Wojtek she had been a metro conductor and had slept in the car to save money for the operation. But her family‘s lack of support makes everything a lot harder – and when medical complications arise her situation becomes increasingly difficult. But then she seeks refuge in a theatre group that is rehearsing a play based on her past.
This is the second Documentary Karolina Bielawska directs. Her first was Warsaw Available, about three rural women who dream of the Polish capital. The film won four awards at last year’s Krakow Film Festival, including Best Picture.