Can´t walk away

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson
  • Ár: 2016
  • Lengd: 85 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 4. Nóvember 2016
  • Tungumál: Íslenska með Enskum texta
  • Aðalhlutverk: Herbert Guðmundsson

Í huga margra er Herbert „one hit wonder“ og eftirminnilegur fyrir lagið Can’t Walk Away sem gerði hann að súperstjörnu á einni nóttu árið 1985. En í þessari mynd fáum við að kynnast fleiri hliðum Herberts. Can‘t Walk Away er heimildarmynd um mann sem hefur lagt mikið í sölurnar fyrir ferilinn. Herbert er tónlistarmaður af lífi og sál og líður best þegar hann er að troða upp, hvort sem það er sem söngvari, sölumaður eða ræðumaður.

Í þessari mynd verður varpað ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hefur aldrei misst móðinn. Hvað er leyndarmálið? Hvernig heldur maður í vonina og trúna, hið góða í lífinu og að velgengnin sé alltaf rétt handan við hornið. Saga Herberts hefur almenna skírskotun vegna hinna einstöku hæfileika hans að vera jákvæður og vinna úr vonbrigðum og mótlæti sem hann verður fyrir þannig að úr verði eitthvað gott.

English

For many, Herbert “one hit wonder” and memorable for the song Can´t Walk Away made him a superstar overnight in 1985. But in this film we learn more sides Herberts. Can´t Walk Away is a documentary about a man who has put a lot on the line for his career. Herbert is a musician and soul and feel best when a gig, whether it is as a singer, reseller or speakers. In this film will shed light on the lives and dreams, victories and defeats Herbert.

He has been declared bankrupt, has had a broken marriages, drug problems, unemployment and bullying but never lose heart. What’s the secret? How do man of hope and faith, the good life and that his success is always just around the corner. History Herberts has general application because of his unique ability to be positive and work of disappointment and adversity he will be to constitute something good.

Aðrar myndir í sýningu