Clouds of Sils Maria

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Olivier Assayas
  • Ár: 2014
  • Lengd: 124
  • Land: Frakkland
  • Aðalhlutverk: Juliette Binoche, Kristen Stewart, Chloë Grace

Bíó Paradís frumsýnir frönsku kvikmyndina, Clouds of Sils Maria næstkomandi föstudag en þar fara margar af fremstu leikkonum veraldar með aðalhlutverkin. Fremst í farabroddi er leikkonan Juliette Binoche sem leikur leikkonu á hátindi alþjóðlegs ferils síns.

Það er svo Kristen Stewart sem leikur aðstoðarkonu hennar, en sú er helst þekkt fyrir að leika í unglingamyndunum Twilight sem fjalla í grunninn um vampírur á gelgjunni. Það er svo Chloe Grace Moretz sem leikur einnig í kvikmyndinni, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið í stærstu kvikmyndum í Hollywood síðustu ár. Má þar helst nefna hlutverk hennar í ofurhetjuhasarnum Kick Ass.

Cloud of Sils Maria hefur fengið frábæra dóma, meðal annars 89% hjá gagnrýnendum á kvikmyndavefnum Rotten Tomatoes. Myndin var svo tilnefnd til Palme d´Or aðallverðlauna Cannes 2014. Hún var einnig tilnefnd sem besta alþjóðlega myndin á kvikmyndahátíðinni í Munchen í Þýskalandi auk þess sem Juliette Binoche vann sem besta leikkona í aðalhlutverki International Cinephile Society verðlaunanna 2014.

English

At the peak of her international career, Maria Enders (Juliette Binoche) is asked to perform in a revival of the play that made her famous twenty years ago. But back then she played the role of Sigrid, an alluring young girl who disarms and eventually drives her boss Helena to suicide. Now she is being asked to step into the other role, that of the older Helena. She departs with her assistant (Kristen Stewart) to rehearse in Sils Maria; a remote region of the Alps. A young Hollywood starlet with a penchant for scandal (Chloë Grace Moretz) is to take on the role of Sigrid, and Maria finds herself on the other side of the mirror, face to face with an ambiguously charming woman who is, in essence, an unsettling reflection of herself.
The film was nominated for Palme d´Or at Cannes Film Festival 2014, was nominated for best International film at Munich Film Festival 2014 and Juliette Binoche was awarded for the best actress at International Cinephile Society Awards. Here you can buy tickets online.

Aðrar myndir í sýningu